blóðljóð

0 comments

Áðan setti ég saman ljóð. Það tók á. Það tók meira á en nokkuð annað ljóð sem ég hef saman sett. Meira heldur en það sem ég skrifaði þegar ég var 14 ára og nýbúin að missa heimili, vinkonu, sakleysið...

Ég man að þá sat ég við eldhúsborðið í ókunnugu íbúðinni sem ég átti allt í einu heima í. Ég var alein og hágrátandi allan tímann. Grét svo sárt að það var eins og hjartað ætlaði út um augun á mér. Þá kunni ég lítið í bragfræði annað en að ríma og fór því bara eftir tilfinningunni. Hún var allt sem skipti máli þá stundina. Þegar ljóðið var tilbúið leið mér betur og ég hef oft lesið það síðan þá og grátið. Létt á mér.

Núna grét ég ekki. En ég sat eftir skjálfhent og úrvinda. Mér fannst ég ekki getað andað nógu djúpt og einhver undarlega þung tilfinning bjó um sér í maganum, brjóstinu. Þar er hún enn.

Ég vona að ég hafi að einhverju leyti náð að setja tilfinningar í orð. Eins og allt annað sem ég af einhverri alvöru set í bundið mál, var þetta að hluta til skáldskapur og að hluta til mínar eigin tilfinningar.

Svo er nú það.

|

Kræst

0 comments

Djöfull er óþolandi hvað sumt fólk getur krufið mann lifandi með augnaráðinu einu saman.

|

Röðlök

0 comments

Sagt er að fólk læri af mistökunum. Einnig er sagt að fólk læri af mistökum annarra. Ég ætla að deila hér með ykkur mistökum sem ég gerði í þeirri von að það verði til þess að forða ykkur frá því að gera þessi sömu mistök.

Fyrir alla muni ekki... ég ítreka EKKI nota rauðlauk í fiskibollur. Þær verða svo óhugnanlega og viðurstyggilega ljótar að það veldur velgju.

Kannski er ég örlítið að ýkja. Ég borðaði þær nú og þær brögðuðust fínt. En oj hvað þær voru ljótar. Ég læt mér þetta því að kenningu verða og vonandi þið líka.

|

Veðurhamur

0 comments

Ég get ekki þolað þetta veður. Það hvín og syngur í öllu, húsið nötrar, nístir í gegnum merg og bein og ýtir við hugsunum og minningum sem alla jafna liggja í dvala. Það er samt svo merkilegt með þessar minningar að þó þær liggi í dvala svona yfirleitt, þá eru þetta hlutir sem eru svo brennimerktir í heilann á mér að engin leið er að reyna að hundsa þá.

Myndrænar, markvissar minningar. Óþægileg áminning um hluti sem styrktu mig og mína persónu fyrir lífstíð en breyta mér svo reglulega í hræddu smástelpuna sem ég var þá.

Það er vandlifað.

|

Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3