blóðljóð


E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Áðan setti ég saman ljóð. Það tók á. Það tók meira á en nokkuð annað ljóð sem ég hef saman sett. Meira heldur en það sem ég skrifaði þegar ég var 14 ára og nýbúin að missa heimili, vinkonu, sakleysið...

Ég man að þá sat ég við eldhúsborðið í ókunnugu íbúðinni sem ég átti allt í einu heima í. Ég var alein og hágrátandi allan tímann. Grét svo sárt að það var eins og hjartað ætlaði út um augun á mér. Þá kunni ég lítið í bragfræði annað en að ríma og fór því bara eftir tilfinningunni. Hún var allt sem skipti máli þá stundina. Þegar ljóðið var tilbúið leið mér betur og ég hef oft lesið það síðan þá og grátið. Létt á mér.

Núna grét ég ekki. En ég sat eftir skjálfhent og úrvinda. Mér fannst ég ekki getað andað nógu djúpt og einhver undarlega þung tilfinning bjó um sér í maganum, brjóstinu. Þar er hún enn.

Ég vona að ég hafi að einhverju leyti náð að setja tilfinningar í orð. Eins og allt annað sem ég af einhverri alvöru set í bundið mál, var þetta að hluta til skáldskapur og að hluta til mínar eigin tilfinningar.

Svo er nú það.


0 Responses to “blóðljóð”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3