Blarg


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Jæja nú er föstudagskvöld og ég komin í bómullarpilsið og ullarsokkana, svo nú skulum við pæla smá.

Fóbíur eru merkileg fyrirbæri. Held að mismunandi alvarlegar fóbíur og fælnir hrjái hvert einasta mannsbarn, hvort sem viðkomandi gerir sér grein fyrir því eður ei. Ég er svo mikið að reyna að vera í tengslum við sjálfa mig svo ég fór að hugsa út það sem ég hræðist og fælist. Mér datt strax tvennt í hug:

Naflar
Ég hata nafla og allt sem þeim við kemur. Ég vil ekki snerta annarra manna nafla og ég vil ekki að aðrir snerti minn. Ég get varla snert hann sjálf!
Ég held að þetta stafi af því að þegar ég var barn var ég með exem sem olli því að ég fékk sár í naflann og undir eyrnasneplana.

Hmm samt er ég heljárnuð um eyrun og hef samtals látið gera 15 göt. Er ekki með svo mörg samt, það gréri fyrir og ég lét gera aftur.

Gólf/pöddur
Ég get ekki sett föt á gólfið ef ég hef í hyggju að fara í þau aftur. Oh það fór um mig hrollur við tilhugsunina.
Þetta held ég að stafi af því að ég bjó í húsi þar sem allt var morandi af silfurskottum sem földu sig undir því sem var á gólfinu og skutust svo undan þegar það var tekið upp. Fyrir nokkrum árum bjó ég svo í íbúð sem barnaspítalinn útvegaði mér (á Leifsgötu að mig minnir) þar sem alllllskonar ógeðsleg skriðkvikindi bjuggu, auk mín. Við þetta rifjuðust upp óskemmtilegar stundir með silfurskottunum í denn og varð til þess að styrkja enn þessa gólffælni mína. Ég gæti bókstaflega lamast þegar ég sé skorkvikindi, eða köngulær!

Jahá. Það er örugglega fleira sem ég hræðist. Verð að hugsa málið.


0 Responses to “Blarg”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3