Höfuð herðar eyru og nef, háls og nef.... nei bíddu...


E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Ég var að koma frá HNE (háls- nef- og eyrnalækni). Djefulli gaman að byrja laugardaginn á því. Hann byrjaði á því að kíkja í eyru og eitthvað þvældist það fyrir honum hvað ég var járnuð (togaði bara í allt saman dóninn...) svo þegar hann er að fara að kíkja í kokið rekur hann augun í barmmerki sem ég er með á jakkanum mínum. Á því stendur "Pleasure or Pain".

Karlinn fer að flissa og spyr svo hvað þetta merki eigi að þýða. Ég tjái honum að það þýði sosem ekki mikið, vinkona mín hafi nælt þessu í mig og það bara dagað uppi (smá afsökun hmm...) og þá glottir hann meira og spyr hvort ég fíli BDSM.

HAHAHA! Fyrirgefðu sko! Djefulinn kemur honum það við?! Ég varð hálf-feimin (sem ég verð stundum svona í eigin persónu) og sagði voða skömmustulega neeiiiiiihhhh... Þá segir mannbjáninn;

"Já, já, það er sosem bara þitt val, getur ekkert gert að því hvað þú fílar" og glottir ægilega.

Annars kom það út úr skoðuninni að ég er með kvef í nefkoki (whut?), stækkun á kyrtlum við tunguna (whut?) snert af vélindabakflæði og skakkt miðnesi. Semsagt beisiklí í fokki. Einhverjar pillur fæ ég nú við þessu (tja ekki skakka miðnesinu samt) og þá á hljóðfærið að komast í toppstand. Hann sagði að ég þyrfti ekkert að hætta að drekka kaffi svo fremi sem ég væri ekki að borða mikil sætindi, sem ég geri ekki, svo ég fæ að halda yndislega kaffinu mínu!

Nú er deyfingin að fara úr og ég er öll aum í nebbanum.

Fyrir herlegheitin borgaði ég nærri því fimm þúsund krónur. Mér finnst að ég hefði átt að fá þetta frítt sökum þess að vera án efa áhugaverðasti sjúklingurinn hans í dag. Ekki nema hann spyrji allar konur hvort þær fíli BDSM.


0 Responses to “Höfuð herðar eyru og nef, háls og nef.... nei bíddu...”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3