Maddý


E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Í dag hefði stórasystir orðið fertug.

Í gærkvöld þegar ég var að reyna að sofna fór ég að hugsa um hana, hvernig hún væri í dag hefði hún lifað. Hún væri falleg manneskja og eflaust ástfangin og barnmörg. Hún væri góð móðir og stolt af börnunum sínum. Við værum góðar vinkonur.

Ég á margar góðar minningar um Maddý þó svo ég hafi bara verið lítill óviti þegar hún dó. Ég man þegar við bjuggum á Hringbrautinni, þá kenndi hún mér að skrifa nafnið mitt í grænan leir á stofuborðinu. Ég man að hún sat alltaf á sama stað við eldhúsborðið þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu, hún hvíldi olnbogann uppi á eldhúsbekknum og ég var oft að skottast eitthvað í kringum hana. Hún var svo góð við mig, kallaði mig litluna sína og var alltaf að lykta af hárinu á mér.

Ég man hana líka mjög veika. Hún þurfti blóðskiljun reglulega og stundum þegar hún var heima fór að blæða úr slagæðinni á lærinu. Það var óhugnanleg sjón þegar mamma reyndi að stöðva blæðinguna, en ég man að Maddý var alltaf róleg. Strauk mér um vangann og sagði mér að fara að leika. Mamma sagði mér seinna að þegar hún var orðin svo veik að hún gat sig varla hrært, þá vildi hún samt alltaf knúsa mig og spurði um mig.

Væri hún lifandi í dag væri ég eflaust að hlakka til þess að kíkja í afmæliskaffi á fallega heimilið hennar þar sem hún væri umvafin fjölskyldu og vinum.

Margrét Helga.
Fædd 1. mars 1966, dáin 23. desember 1984.

Blessuð sé minning þín elsku systir.


0 Responses to “Maddý”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3