Trúbawhatnow?


E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Sælinú.

Ég fór á kaffihús í gærkvöld til þess eins að hlusta á trúbador sem ég var viss um að yrði hræðilegur. Skrítið, no?

Manngreyið var svo miklu meira en hræðilegur! Hann var svo fruntalega hrikalegur að það varð dásemd ein! Ég hef ekki hlegið svona mikið í laaangan tíma og það verður nú ekki sagt um mig að ég sé ekki hláturmild svona venjulega (þrátt fyrir þunglyndisleg skrif þá er ég voðalegur sprelligosi dags daglega).

Ég veit að það á ekki að gera grín að svona fólki, fólki sem er kannski nokkrum samlokum frá því að vera heil lautarferð, en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur setið lengi undir svona hryllingi án þess að missa sig. Maðurinn söng lag eftir lag eftir lag án þess að kunna textann eða kunna að skipta milli gítargripa svo vel væri. Textaþvælan ásamt óvenju mjóróma röddinni gerði þó útslagið. Ég skal skrifa inn nokkur gullkorn;

"Kallinn er með koffortið á bakinu."

"Því Lóa þarf að fara í fötin sín."

"Almost heaven, westnrinja..." og svo aðeins síðar í laginu "hmmbmm hehmmm older than a tee."

"Imagine theres no heaven, its icy if you try."

Nokkrar gloríurnar sem maðurinn gerði voru svo stórkostlegar að ég get ómögulega komið þeim í orð. Svona lagað ætti að vera til skemmtunar á geðdeildum landsins!

Ég passaði mig nú að láta manngreyið ekki sjá mig hlæja og það voru aðrir á staðnum sem kvöldust eins og ég. Það var þó afskaplega spaugilegt að sjá fólk koma inn af götunni, reka upp stór augu og horfa í kringum sig spyrjandi, greinilega að hugsa "bíddu... ha?" Einn spurði hvort þetta væri ekki örugglega falin myndavél eða eitthvað.

Ég er ógeðsleg og full mannvonsku, ég veit. En kommon... sumt er bara einfaldlega fyndið!


0 Responses to “Trúbawhatnow?”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3