Innri röddin

0 comments

Hún er búin að æpa á mig í þrjá daga og í þrjá daga hef ég ekki hlustað. Maður hlustar jú ekki á svona bull, ha? Hvurslags endemis rugl og vitleysa væri það nú? Ég geri bara skyldu mína og ekkert með það neitt! Ég hef gert þetta margsinnis áður og aldrei hvarflað að mér að hætta við.

Andskotinn hafi það... svo gargaði hún svo hátt að ég varð að hlusta. Hjartað fór að slá hraðar og hnén fóru að skjálfa. Skynsemin og skylduræknin köfnuðu í fáránlegum tilfinningum sem brutust út og heltóku allan líkamann. Ég gat ekki fengið það af mér að gera þetta. Með klukkutíma fyrirvara hætti ég við.

Hvað er að mér? Ég geri ekki svona! Ég hlusta ekki á svona vitleysu. Ég tek því sem að höndum ber og drullast til að gera það sem ég á að gera! Hvernig gat ég hætt við...?

Ég er bara fegin að ég fékk stuðning frá einu manneskjunni sem skipti mig máli í þessu öllu. Ég var þá ekki ein um að hugsa svona.

Hún hafði þá bara rétt fyrir sér, þessi fáránlega innri rödd sem ég hef sjaldan eða aldrei hlustað á.

Ég var ekki velkomin og þetta var fyrir neðan mína virðingu.

|

Fjarvera

0 comments

Hæhó.

Ég er enn á lífi, bara í einhverri tölvulægð. Ég nenni ekki að kveikja á maskínunni jafnvel þó mér gefist tími til þess. Nú eru páskarnir og ég er að drukkna í vinnu og reyni að troða smááá djammi inn á milli.

Sjá'st bara síðar!

|

Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3