E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Lífsmark.

Púlsinn rétt rúmlega 25 slög á mínútu.

Ég tóri.

Ég er búin að hugsa um það af og til síðastliðna viku að ég ætti kannski að kveikja á maskínunni, þó ekki væri nema til að gá hvort hún væri í lagi. Það er skref í rétta (?) átt því það hefur ekki hvarflað að mér í allnokkrar vikur að snerta kvikindið.

Þetta mjakast.

Ég verð komin úr körinni von bráðar.

Ég er búin að vera að skrifa á pappír, eins og var gert í gamla daga, þið vitið... pappír, hann er búinn til úr trjám. Aumingjans, vesalings trjálíkin bera hugmyndir sem ég vil endilega koma saman svo úr verði eitthvað annað en útkrafsaðir miðar. Til þess þarf ég að geta setið við maskínuna drjúga stund.

Ég dett stundum niður í það að hugsa ekki, svo fer ég að hugsa; langt síðan ég hugsaði síðast.

Djöfull.

Það er svo margt...


0 Responses to “Hæ”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3