Upprisan - tímabundin?


E-mail this postRemember me (?)All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...Jæja, voðalega er ég löt við þetta, o sei sei.

Ekki mikið að frétta, þannig lagað. Ég fór reyndar á Selfoss á síðustu helgi með vinnufélögunum (dagvinnu-settinu) og var það var afskaplega skemmtilegt. Við kíktum nú aðeins í búðir áður en við fórum austur og það svona örlaði á því að fólk væri að versla. Höhömm... Ég keypti mér eitthvað af fötum, þar á meðal svartan kjól sem ég hafði séð í síðustu borgarferð. Mig langaði svakalega mikið í hann þá en þurfti að gera annað við peningana. Þegar ég svo sá að hann var ennþá til þá keypti ég hann án þess að hugsa mig tvisvar um.
Það var svo rennt á Selfoss á úttroðnum bíl (hann var troðinn fyrir, fjórar gellur í sama bíl, hugsið ykkur farangurinn) þar sem við gistum á Hótel Selfossi. Hótelið er svaka-flott og alveg til fyrirmyndar. Það var hugsað mjög vel um okkur alla helgina og maturinn var æði. Á heildina litið var helgin fullkomin. Nokkur atvik eru þó eftirminnilegri en önnur, t.d. þegar við stóðum fjórar í hring uppi á herbergi, blindfullar og sungum "Gleði, gleði, gleði..." og lásum svo upp úr nýja testamentinu (þ.e. guðlöstuðum...) á meðan ein sat á rúminu með leggina í kross og alveg að pissa á sig sökum hláturs. Já, svo dansaði ég líka berfætt heilt ball! Bara sparkaði af mér kúrekastígvélunum og sokkunum!

Góðar stundir með góðu fólki.

Já, og viljið þið trúa því að ég sá bara ALEINN hnakka á meðan ég var þarna!


0 Responses to “Upprisan - tímabundin?”

Leave a Reply

      Convert to boldConvert to italicConvert to link

 


Skrípið

  • Ég er blóðugt
  • Frá Ísafjörður, Iceland
  • Prófýlan

Nýleg blöður

Gömul blöður

Hlekkir


ATOM 0.3